- Advertisement -

Hvað kostar umferðarslys?

Alþingi „Hversu mörg sjúkrarúm eru árlega í notkun í heilbrigðiskerfinu vegna afleiðinga umferðarslysa og hvert er hlutfallið af heildarfjölda rúma?“ Þessu vill þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra svari. Og ekki bara það.

Hann vill einnig fá að vita hvernig sjúklingar á spítölum skiptast eftir afleiðingum umferðaslysa, vegna annarra slysa, helstu sjúkdómum og af öðrum ástæðum.

„Hve margir eru að jafnaði á endurhæfingardeildum vegna umferðarslysa og hvert er hlutfall þeirra af heildarfjölda á endurhæfingardeildum?“ Þannig hljómar næsta spurning og svo er það þessi: „Hve margir fara árlega á örorkubætur vegna umferðarslysa og hvert er hlutfallið af heildarfjölda þeirra sem fara á örorkubætur?“

Síðan spyr þingmaðurinn hvað umferðarslys kosta heilbrigðiskerfi á ári og svo hvað hvert banaslys og alvarlegt slys kosti heilbrigðiskerfið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: