- Advertisement -

Er ábyrgð teygjanlegt hugtak?

Verkalýðsforystunni finnst mjög eðlilegt að halda ótrauð aðgerðum áfram.

Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, finnst ekki rétt hjá forystu launafólks, að fallast ekki á frestun verkfalla vegna WOW. Vill hún að kjarabarátta verði aflögð vegna vanda eins fyrirtækis?

Á Facebooksíðu Bjarnheiðar má lesa þetta:

„Verkalýðsforystunni finnst óeðlilegt og óþarft að fresta samningafundum vegna mikils skjálfta í efnahagslífinu í tengslum við WOW Air. Þó liggur það fyrir að ef flugfélagið fer í þrot, mun það hafa víðtæk áhrif í hagkerfinu og að öllum líkindum kosta þúsundir manna atvinnuna.“

Hér er ekkert málað í gráu. Einungis í kolsvörtu.

„Verkalýðsforystunni finnst ekki ástæða til og í raun óábyrgt að fresta fyrirhuguðum verkföllum í ferðaþjónustu eins og SA fóru fram á. Enda skiptir engu máli í kjarabaráttu hvernig „kapítalískum“ fyrirtækjum gengur að skapa verðmæti. Verkalýðsforystunni finnst mjög eðlilegt að halda ótrauð aðgerðum áfram, meðan eina skotmark hennar -ferðaþjónustan í landinu – er með bakið algjörlega uppi við vegg. Óvissan sjaldan verið meiri. Það liggur allavega ljóst fyrir að fólk skilur orðið „ábyrgð“ á mjög mismunandi hátt.“

Mikið rétt. Óvissan hefur sjaldan verið meiri. Allt of margt fólk sem starfar í ferðaþjónustunni er í mikilli óvissu. Það eru nokkrir dagar eftir að mars og víða er fullkomin óvissa hvað eigi að borða þá daga sem lifa fram að næstu útborgun. Víða er launin löngu uppurin. Á þeim heimilum er spurt hvað „ábyrgð“ sé. Hana virðist ekki að finna í Borgartúni 35.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: