- Advertisement -

Er Framsókn alvara með afnámi verðtryggingar á neytendalánum?

„Ég vil nota tækifæri hér og benda hæstivirtum þingmönnum á að hér opnar nefndin lögin um vexti og veðtrygginguna. Fyrir hæstvirta þingmenn Willum Þór Þórsson, Elsu Láru Arnardóttur, Frosta Sigurjónsson og aðra forustumenn í Framsóknarflokknum og aðra þá þingmenn Framsóknarflokksins sem hafa fylgst með þessari umræðu er náttúrlega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hér er verið að opna lögin um vexti og verðtryggingu. Ef það er afstaða þingmannanna að afnema eigi verðtryggingu af lánum til einstaklinga er löggjöfin nú opin. Menn geta lagt fram tillögur varðandi þá löggjöf ef þeir vilja ná fram þeim breytingum á íslenskri löggjöf að afnema verðtryggingu. Þeim er ekkert að vanbúnaði í því efni. Það er einfaldlega atriði sem hverjum þingmanni er frjálst að gera, það er að flytja breytingartillögur við framkomin frumvörp um þá þætti sem þeir telja að máli skipta að breyta í viðkomandi lögum. Það þarf þá ekki að vísa á ríkisstjórnina eða einhverja aðra aðila um að uppfylla kosningaloforð sín. Hér eru lögin opin og ef menn vilja afnema verðtrygginguna er tækifæri til þess hér og nú.“

Þetta sagði Helgi Hjörvar á Alþingi þegar verið var að ræða framlengingu fyrningu vegna ólögmætra gengislánasamninga.

Árni Páll Árnason var framsögumaður og sagði þá meðal annars: „Hér er farin sú leið vegna þess að eins og alþjóð er kunnugt hafa orðið umtalsverðar tafir á því og gengið,það er dálítið róstur í salnum, virðulegi forseti. En þar sem á því hafa orðið umtalsverðar tafir að mál hafi gengið fram í dómskerfinu með fullnægjandi hætti og fordæmi dómstóla þróast á liðnum árum þá liggur fyrir að þessi fjögur ár sem lagabreytingin frá 2010 skapaði til svigrúms, til að halda fram kröfum vegna uppgjörs ólögmætra gengislánasamninga, mun ekki duga.“