- Advertisement -

Eru sömu menn komnir á kreik?

Gunnar Smári skrifar:

Lærdómur almennings af Hruninu 2008 birtist í kröfum á borð við: Enginn borinn út! Það er gott. En við ættum líka að krefjast þess að fá upp á borð hverjir það voru sem högnuðust þá á því að veðja gegn krónunni og íslenska efnahagskerfinu, hverjir það voru sem auðguðust gríðarlega á því að kaupmáttur almennings hrundi, fólk missti eignir sínar og afkomu. Eru þeir menn aftur komnir á kreik? Hverjir eru það sem ætla að hagnast nú á þeim erfiðleikum sem íslenskur almenningur mun þurfa að axla á næstu misserum? Sumir af þeim sem efnuðust á hörmungum fólks 2008 hafa verið virkir í samfélagsumræðunni, reynt að rugla hana sem mest og sundra samstöðu hinna fátækari og kúgaðri, bent hingað og þangað að meintum sökudólgum en aldrei að sjálfum sér.

Ef gera á kröfu um að allir láti sem þeir séu í sama báti, verða allir að sitja við sama borð og vita hver sessunautur þeirra er. Hvers vegna hefur það ekki verið dregið fram hverjir auðguðust á síðasta Hruni, hverjir urðu ríkari af Hruninu sjálfu og hverjir auðguðust af því að hreinsa upp eignir almennings á hrakvirði þegar fólk hafði verið svínbeygt ofan í duftið? Er fólk virkilega að halda því fram að okkur beri að bjarga þessum mönnum, verja þá fyrir skaða af næsta hruni? Það sem mistókst í síðasta hruni verður að ganga núna; að allar upplýsingar um allar tilfærslur allra peninga allra auðmanna séu upp á borðum. Ef þeir sætta sig ekki við það á að loka á þá, loka lánalínum, ekki veita þeim neinn greiðslufrest á sköttum eða öðru og hindra alla aðkomu þeirra að endurreisn samfélagsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: