- Advertisement -

Greiðslubyrði óverðtryggðra lána þyngist mest

„Það varst þú sem vildir taka óverðtryggt lán“.

Ragnar Önundarson skrifar:

Í fréttum var að heimilin hefðu „efnast“ á hækkun fasteignamats. Við vitum að lágir vextir kynda undir verðhækkun allra markaðseigna. Skortur á fasteignamarkaði tryggir vítahring bólunnar. Seinlæti sveitarfélaga í lóðaframboði viðheldur skortinum. Í framhaldinu verða svonefnd „auðsáhrif“, almenningi finnst staðan orðin svo góð að óhætt sé að taka ný lán út á fasteignina sína. Tekin eru löng lán til að kaupa eignir sem endast stutt, t.d. bíla, eða jafnvel til neyslu, s.s. sólarlandaferða. Þá er nú orðið kátt í höllinni, dansinn kringum gullkálfinn er hafinn, gleðin er besta víman, þeir sem vara við eru litnir hornauga, þeir eru svo neikvæðir.

Svo koma vondu fréttirnar: Vextir hækka. „Illmennin“ í Seðlabankanum standa fyrir því og „vanhæfir pólitíkusar“ bregðast almenningi með því að taka ekki fram fyrir hendurnar á þeim. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána þyngist mest. Vextir hækka nú aftur, fólk herðir sultarólina, erfitt er að ná endum saman. Börnin heyra pabba og mömmu rífast: „Það varst þú sem vildir fara til Spánar“ og „en það varst þú sem vildir taka óverðtryggt lán“. Hjónin missa svefn og samband þeirra versnar. Innheimtubréf berst frá bankanum, lánið fer í lögfræðilega innheimtu ef ekki berst greiðsla innan 14 daga, osfrv.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: