- Advertisement -

Hvað ber að gera gagnvart almenningi!

Ríkisstjórnin hefur nú kynnt gjafapakka sinn til atvinnulífsins.

Haukur Arnþórsson skrifar:

Neyðarréttur (force majeure) fríar aðila frá skuldbindingum sínum og þýðir einnig að lögum getur verið ýtt til hliðar. Ríkisstjórnin hefur nú kynnt gjafapakka sinn til atvinnulífsins og eðlilegast er að nota sömu aðferðir gagnvart almenningi:

  • (i) Frestanir á greiðslum opinberra gjalda: Að greiðslur á álögðum ógreiddum sköttum sem koma í vor sé dreift á heild ár í stað hálfs árs. Fella ætti niður tímabundið staðgreiðslu gjalda fyrir þá hópa sem hafa lægstar tekjurnar og/eða þá sem lækka mest í tekjum. Þá ættu fjármálastofnanir að bjóða upp á greiðslufall af lánum um tíma, meðan tekjur eru lágar (frestun afborgana kemur ekki til greina, það er snara).
  • (ii) Breyta þarf skilmálum fjármálaskuldbindinga. Til greina kæmi að breyta öllum verðtryggðum lánum almennings í óverðtryggð lán nú í mars (á 1. mars vísitölu), það tæki ekki marga daga með rafrænum aðferðum. Það geta skuldarar raunar gert út mánuðinn. Ekki er endilega eðlilegt að aftengja vísitölur, þótt það hafi verið krafan í síðustu kreppu. Þá getur þurft að skilmálabreyta með ýmsu öðru móti/eða taka ný lán á nýjum kjörum og gera upp eldri skuldbindingar. Þetta getur þurft að gera bæði eða annað hvort til styttri eða lengri tíma – eftir því hvað tekjumissir stendur lengi yfir.
  • (iii) Þá þarf að fella niður skuldir þeirra sem fara verst út úr kreppunni – að einhverju eða öllu leyti – svipað og hjá atvinnulífinu.
  • (iv) Síðan en ekki síst þarf að lækka lífeyri upp í lágmarkslaun samkvæmt lífskjarasamningum. Það eru peningar sem fara beint út í veltuna og koma því að miklu leyti til baka til ríkisins og til sveitarfélaganna.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: