- Advertisement -

Færri stunda grásleppuveiðar

Atvinnulíf Þeim fækkar ört sem sjá hag sinn í að stunda grásleppuveiðar. Helst er það rakið til þess að kostnaðru vegna veiðanna hefur aukist og verð hefur lækkað, afkoman er því mun síðri en verið hefur liðin ár.

Að þessu sinni voru gefin út rúmlega tvö hundruð leyfi sem eru um sextíu færri en í fyrra.

Landssamband smábátaeigenda segir svipaða þróun vera meðal annarra þjóða. Á Nýfundnalandi eru veiðar ekki enn hafnar þar sem samningar um verð hafa ekki tekist. Síðasta ár tókust ekki samningar þar og því féllu veiðar niður. Óvíst er með veiðar við Noreg og á Grænlandi stunda um fimmtungi færri veiðar nú en í fyrra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: