- Advertisement -

Ferðaþjónustan: Kínverjar kaupa meira – Rússar draga í land

Samfélag Meðalneysla erlendra ferðamanna hefur verið meiri á fyrstu 11 mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Þannig nam kortavelta á hvern ferðamann tæplega 122 þúsund krónum á þessu ári borið saman við 115 þúsund krónur á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 5,5% (u.þ.b. 3,5% aukning á föstu verðlagi) sem er töluvert meiri aukning en milli áranna 2014 og 2013 þegar hún var 0,5%.

03.01.2016Neysla Kínverja jókst um þriðjung

Í talningum Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum sem koma inn í landið eru 17 þjóðir taldar sérstaklega. Af þessum þjóðum jókst meðalneysla ferðamanna 11 þjóða en ferðamenn 6 þjóða drógu úr neyslu sinni mælt í krónum. Þeir ferðamenn sem juku neyslu sína mest voru Kínverjar en neysla þeirra jókst um rúman þriðjung. Önnur þjóð sem jók neyslu sína verulega voru Bandaríkjamenn sem eyddu um fjórðungi meira að meðaltali en árið áður. Þessa aukningu má að hluta til rekja til þess að gengi gjaldmiðla þessara þjóða var sterkara gagnvart krónunni á þessu ári en í fyrra og því óx kaupmáttur þeirra hér á landi milli ára.

 

Fall rúblunnar hefur áhrif

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mest dróst neyslan saman hjá rússneskum ferðamönnum, eða um 6%, sem kemur ekki á óvart í ljósi mikillar veikingar rúblunnar á árinu. Rússar eru mjög háðir útflutningi á olíu og gasi en mikið verðfall hefur orðið á heimsmarkaðsverði olíu frá því í fyrra. Rúblan var tæplega þriðjungi verðminni á fyrstu 11 mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Af þessum 17 þjóðum eru það Rússar sem hafa horft upp á langmestu veikingu síns gjaldmiðils gagnvart krónunni. Þar á eftir koma Norðmenn en þeir eiga við sama vandamál að stríða og Rússar varðandi verðþróun á olíu þó að það sé smærra í sniðum. Af þeim þjóðum sem hafa notið styrkingar síns gjaldmiðils gagnvart krónu hafa Bandaríkjamenn séð mestu styrkinguna eða 14%. Þar á eftir Kínverjar með 12%. Allir sjálfstæðu gjaldmiðlar Norðurlandanna hafa veikst gagnvart krónu.

Sjá nánar í Hagsjá Landsbankans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: