- Advertisement -

Fimm milljarðar hafa þegar farið í dýpkun í Landeyjahafnar

„Herjólfur, sem átti að sigla 97% ferða í Landeyjahöfn, siglir nú einungis um 70% ferða. Þetta eru sláandi tölur.“

Ásmundur Friðriksson,

„Fram til ársins 2020 er uppsafnaður stofn- og fjárfestingakostnaður vegna Landeyjahafnar og viðhaldsdýpkunar um 8,2 milljarðar, þar af 45% eða 5 milljarðar vegna viðhaldsdýpkunar og á síðasta ári var hann 619 milljónir. Hér eru algjörlega óásættanlegar staðreyndir komnar fram. Herjólfur, sem átti að sigla 97% ferða í Landeyjahöfn, siglir nú einungis um 70% ferða. Þetta eru sláandi tölur.“

Þetta kom fram í þingræðu Ásmundar Friðrikssonar Eyjamanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Í mars 2007 var lögð fram skýrsla stýrihóps um byggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru og með leyfi forseta ætla ég að vitna í skýrsluna:

„Siglingastofnun hefur lokið öllum nauðsynlegum frumrannsóknum í Bakkafjöru. Niðurstöður þeirra eru í einu og öllu jákvæðar og styðja fyrri niðurstöður. Mögulegt er að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru og verða frátafir í rekstri vegna veðurs og ölduhæðar um 3,5% tímans og þar af yfir vetrarmánuðina frá nóvember til mars 7–12%. Náttúrufarslegar aðstæður við Bakkafjöruhöfn eru þannig, að dýpi við innsiglingu í höfnina fer aldrei undir ákveðin mörk. Sanddæling vegna viðhalds hafnarinnar verður ekki vandamál og ekki meiri en eðlilegt getur talist.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: