- Advertisement -

Geimverur grunaðar um árás á löggu

Spurningin um líf á öðrum hnöttum hefur lengi verið umdeild og efasemdamenn krefjast ávallt sannanna. Fram til dagsins í dag hefur ekki átt sér stað opinberlega við- urkennd lending fljúgandi furðuhluta, en margar frásagnir og upplifanir fólks benda til þess að möguleiki sé á gestagangi frá öðrum plánetum.

Hér kemur ein slík frásögn. Lögreglumaðurinn Val Johnsons frá Minnesota var á reglubundinni eflirlitsferð á þjóðvegunum í ágúst árið 1979 þegar hann varð fyrir óvenjulegri lífsreynslu.

Skyndilega birtist björt Ijóskeila, sem nálgaðist bifreið lögreglumannsins, og eftir það missti hann meðvitund í rúma hálfa klukkustund. Þann tíma, sem Val var án meðvitundar, man hann ekki eftir neinu. Þegar hann komst til meðvitundar kom skaðinn í ljós. Bifreiðin var stórskemmd, ljós voru brotin, beygla á húddinu, rúða brotin og meira að segja loftnetið hafði verið beygt í 45 gráður.

Greinilegt var af ummerkjum að utanaðkomandi höfðu skemmt bifreiðina og líklegt að henni hafi verið velt nokkrum sinnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er talið útilokað að verur frá öðrum hnöttum hafi verið að verki. En hvað gerðist þessa örlagaríku nótt veit enginn nákvæmlega en bifreiðin er til sýnis á fylkissafni í Minnisota.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: