- Advertisement -

turisti.is: Norska ríkið seldi hlut sinn í SAS sumarið 2018 og síðan þá má segja að Norwegian hafi verið einskonar þjóðarflugfélag Norðmanna. Norskir fjölmiðlar bíða því skiljanlega spenntir eftir frekari tíðindum af gangi mála hjá flugfélaginu en viðskipti með hlutabréf þess voru stöðvuð í hádeginu.

Hér eru þær kenningar sem hafa verið uppi í norskum fjölmiðlum um næstu skref Norwegian

  • Að dótturfélag Norwegian á Írlandi, Arctic Aviation Assets, verði lýst gjaldþrota. Á því félagi hvíla gríðarlega skuldbindingar vegna flugvélakaupa Norwegian og eins er það félag leigutaki á fjölda þota í viðbót. Rekstur Norwegian í Noregi gæti þó haldist óbreyttur en ljóst að flugfloti félagsins myndi dragast verulega saman ef írska félagið fer í þrot.
  • Að vogunarsjóður hafi gert yfirtökutilboð í Norwegian og freisti þess að koma félaginu í gegnum kórónaveirukreppuna og selja svo á ný þegar aðstæður batna.
  • Að dótturfélag Norwegian í Bandaríkjunum fari í greiðsluskjól eða svokallað Chapter-11. Þar með fengi félagið næði til að endurskipuleggja fjárhaginn í því félagi í næði fyrir kröfuhöfum.

Til viðbótar við þetta þá eru frekari aðgerðir norskra yfirvalda ekki talin útilokuð. Norska ríkisstjórnin hefur verið undir þrýstingi frá stjórnarandstöðunni síðustu daga vegna ákvörðunar sinnar um að veita Norwegian ekki frekari fjárhags aðstoð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: