- Advertisement -

Golf með Bakkabræðrum

Kaffihúsið Gisli, Eiríkur og Helgi á Dalvík. Fínasta kaffihús.

Golfvöllur Dalvíkinga og nágranna er í Svarfaðardal. Sögufrægur dalur. Bakkabræður og Kristján Eldjárn, Jóhann Svarfdælingur, Jóhann risi, og svo margt annað. Svarfaðardalur er fallegur dalur.

Golfvöllurinn er hreint ágætur. Golfskálinn er fínn og þægilegt viðmót. Veðrið var ekki gott. Bjart og hlýtt en nokkuð hvasst. Samt var leikið. Fjöldi fólks var á vellinum. Golfvöllurinn er enn eitt dæmi um hvað fámennir golfklúbbar hafa gert. Allt til mikils sóma.

Margar fínar brautir eru á vellinum. Sjöunda er kannski mest spennandi. Stutt par þrjú braut og talsverður hæðarmunur frá teig að gríni. Viss um að þar dreymi marga um að fara holu í höggi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Niðurstaðan er sú að völlurinn fær þrjá af fimm, kannski 3,5. Segjum það. Gott viðmót og umhverfi lyfta vellinum.

Að leik loknum er mælt með að fólk heimsæki kaffihúsið Gísli, Eiríkur og Helgi, sem er á Dalvík. Fínasta kaffihús.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: