- Advertisement -

Golf fyrir alla: Einfættur golfari

Hér fékk Kristborg fugl og Englendingar kættust ekki minna en hún. Ég var í mið glompunni og missti af herlegheitunum.

Við Kristborg spiluðum á La Finca í gær, miðvikudag. Sem fyrr vissum við ekki með hverjum við myndum leika. Meðspilararnir reyndust vera tveir enskir herramenn. Skemmtilegustu menn.

Því miður man ég ekki nöfn þeirra nógu vel til að fara með þau hér. Eins og sjá má á myndinni er annar þeirra einfættur. Þrátt fyrir það er hann fínasti spilari. Það var hreint ótrúlegt að sjá hann á teig. Hann gekk á teiginn á hækjunum. Vinur hans fylgdi honum, tók við hækjunum meðan sá einfætti beygði sig fram og stillti boltanum upp. Síðan stóð á sínum eina fæti og sló. Oft vel yfir 150 metra. Það var eitt. Hitt var merkilegra hversu gott jafnvægi hann hafði. Alveg ógleymanlegt.

Jæja, þessir félagar voru kurteisir og skemmtilegir. Sem dæmi fékk Kristborg fugl á þriðju holu. Ekki mátt á milli sjá hvort hún eða þeir voru glaðari þá stundina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir búa í næsta nágrenni við Windsor kastala. Við erum sammála um að hringurinn með þessum tveimur heiðursmönnum sé bæði einn skemmtilegasti hringur sem við höfum spilað og um leið einn sá eftirminnilegasti.

Hinn einfætti félagi okkar sýndi okkur þá kylfu sem hann notar mest á brautunum. En það var níu tré, smíðað fyrir fólk eins og mig, sagði hann og brosti, sem hann og gerði nánast allan hringinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: