- Advertisement -

Gunnar Smári hrósar Einari Þorsteinssyni

Gunnar Smári skrifar: Ég ætla að hrósa Einar Þorsteinssyni fyrir Kastljós kvöldsins með Jóni Gunnari Bernburg. Einar hefur áttað sig á eftir Kastljósið með Thor Aspelund, þegar hann útskýrði kórónafaraldurinn í nokkrum löndum með glærum, að þarna var framsetning og efni sem var áhugaverð, margfalt áhugaverðari en hin steingeldu ráðherraviðtöl sem voru orðin nánast eini rétturinn sem Kastljós bauð upp á. Ég man ekki til að ég hafi hrósað Einari áður, veit að ég hef margsinnis skammast yfir sjónarhorni hans og áherslum, en nú vil ég sem sagt hrósa honum í kvöld. Vel gert.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: