- Advertisement -

Hagsmunir stórfyrirtækja og samfélagsins fara alls ekki saman

Gunnar Smári skrifar:

Sú hugmynd að láta örfáum stórfyrirtækjum eftir samfélagsuppbygginguna, að sókn þeirra eftir hagnaði muni ætíð færa okkur allra bestu niðurstöðu alls vanda, er ekki bara mesta heimska okkar tíma heldur margra síðustu alda. Ein birtingarmynd þess er útibúsvæðing smærri samfélaga. Sjáið til dæmis Húsavík.

Fyrir örfáum árum réðu Húsvíkingar og nærsveitamenn mestu um uppbygging samfélagsins, stærsti hluti atvinnulífs, verslunar og þjónustu var í höndum samvinnufélaga, í félagslegum rekstri eða á höndum smáfyrirtækja með djúpar rætur í samfélaginu. Í dag eru allar ákvarðanir um samfélagið á Húsavík teknar í fjarlægð frá samfélaginu; kvótinn var fluttur burt eftir ákvörðun í Grindavík, Bakka var lokað eftir ákvörðun í Þýskalandi og vöruúrvalið í kjörbúðinni var umturnað eftir ákvörðun í Keflavík.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og til hvers? Bætir það samfélagið á Húsavík eða hag þjóðarinnar í heild? Ó, nei. Það er margsannað að hagsmunir stórfyrirtækja og samfélagsins fara alls ekki saman. Það má halda því fram að hagsmunir samfélagsins og smárra fyrirtækja fari saman og örugglega samvinnufélaga og félaga sem stofnað er til út frá samfélagslegum markmiðum; en hagsmunir samfélagsins og stórfyrirtækja fara aldrei saman. Aldrei.

Það er ein af stórlygum okkar tíma að samfélagið batni við það að stórfyrirtækin og eigendur þeirra fái meiri völd og almenningur láti af mótun samfélagsins, sitji aðgerðarlaus og bíði þess að sjá hvaða helvíti stórfyrirtækin bjóði upp á næst.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: