- Advertisement -

Hagur þeirra ríkustu vænkast mest

Norsk stjórnmál, Guðni Ölversson skrifar:

Hægri ríkisstjórnir passa alltaf vel upp á að þeir ríkustu og launahæstu fá örugglega réttláta launahækkun. Ríkisstjórn Ernu Sólberg hefur ekkert klikkað í þeim málaflokki. NRK hefur fengið sérfræðinga til að fara í gegnum launaþróunina frá árunum 2012 – 2018. Þar kemur í ljós að þeir 5000 Norðmenn með hæstu tekjurnar hafa hækkað úr 6,95 milljónum nkr. á ári í 10,40 milljónir nkr. Það er 47,9% launahækkun hjá toppunum

Á sama tímabili, samkvæmt tölum frá skattinum, hafa aðrir launþegar fengið 17,4% launahækkun. Sem sagt. Meðallaun almennings hafa hækkað úr 265.864 krónum á ári í 312.094 norskar krónur sex árum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: