- Advertisement -

Halldór bíður Ögmundi í kaffi

- segir sögu auðlinda í almannaeigu vera þyrnum stráða.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Ögmundur Jónasson eiga í einhverskonar ritdeilu. Þeir eru sýnulega ekki sammála um eignarhald á landi. Afstaða Ögmundar er öllum skýr. Sama verður ekki sagt um afstöðu Halldórs Benjamíns. „Við verðum að standa vörð um eignarréttinn – eins og við Ögmundur getum rætt yfir kaffibolla,“ skrifar hann á vefsíðu SA.

Fari svo að Ögmundur þiggur kaffiboðið í Borgartúni 35 munu þeir eflaust ræða þessa afstöðu Halldórs Benjamíns: „Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það. Þótt auðlindir séu í eigu einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert með þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum. Það dettur engum í hug að leggja eitthvað annað til.“

En hvað með kaup útlendinga á landi?

„Mér finnst í lagi að erlendir aðilar eigi nokkur prósent af landinu. Mér hugnast sínu verr að þeir eigi nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: