- Advertisement -

Ráðherra, verður Hvalá friðuð?

Smári McCarty Pírati spurði Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra hvort komi til greina, af hálfu umhverfisráðherra, að friða landsvæðið í kringum Hvalá í samræmi við tillögur Sigurðar Gísla Pálmasonar?

„Ef ekki,“ sagði Smári, „…væri umhverfisráðherra opinn fyrir því að tryggja að víðtækara umhverfismat fari fram á svæðinu en átt hefur sér stað, áður en virkjunarframkvæmdir hefjast, til þess að taka af allan vafa um framkvæmdina?

Guðmundur Ingi sagði að engar áætlanir um friðun. Hann sagði að hugmyndir vera um að stækka stækka friðlandið á Hornströndum. „Hvort þarna þurfi að fara í víðtækara umhverfismat er eitthvað sem er alveg þess virði að skoða einfaldlega vegna þess sem komið hefur fram þarna. Hins vegar er nýbúið að fara í umhverfismat akkúrat á framkvæmdinni.“

Smári McCarney velti fyrir sér hvort það sé siðferðislega ásættanlegt að gera svona veigamiklar og óafturkræfar aðgerðir; „…í ljósi þess að þetta er bæði röng lausn á fyrirliggjandi vandamáli og á sama tíma getur þetta skapað stærra vandamál, bæði gagnvart náttúrunni og gagnvart efnahag þjóðarinnar í komandi framtíð?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: