- Advertisement -

Náttúruperlur í hernámi

- Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir náttúruperlurnar ekki undirbúnar fyrir allan þann ágang sem þeim er gert að þola.

 

Sveinn Runólfsson.
„Víða eru rústuð vistkerfi, sérstaklega viðkvæmra mosavaxinna svæða og mannasaur og salernispappír svo langt sem augað eygir út frá mörgum áningarstöðum.“

„Ferðaþjónustuaðilar hafa hernumið margar okkar fegurstu og viðkvæmustu náttúruperlur en hafa ekki sett fram formlegar tillögur um hvernig greinin vill nýta landið og eða til hvaða markhópa hin ólíku svæði eiga að höfða,“ skrifar Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, á Vísi.

„Hundruð þúsunda heimsækja tiltölulega fáa staði og í sívaxandi mæli á öllum árstímum. Yfirleitt kemur ekki nein greiðsla frá ferðaþjónustuaðilum né gestum til landeigenda eða til verndar þessum stöðum. Ástand gróðurs og jarðvegs á mörgum stöðum er skelfilegt og er ástandið sérstaklega slæmt vor og haust. Útlitið var svart í hlýindaköflum í vetur þegar jörðin var ófrosin og haugblaut.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fá ekki rönd við reist

„Víða eru rústuð vistkerfi, sérstaklega viðkvæmra mosavaxinna svæða og mannasaur og salernispappír svo langt sem augað eygir út frá mörgum áningarstöðum. Mörg þessara svæða eru í einkaeign og landeigendur fá ekki rönd við reist. Dreift eignarhald, t.d. sveitarfélaga eða ríkis annars vegar og einkaaðila hins vegar, hefur tafið uppbyggingu innviða eins og við Seljalandsfoss þó fjármagn sé fyrir hendi. Það eru líka takmörk fyrir því hvenær innviðir á fegurstu svæðunum rýra gildi þeirra. Ferðaþjónustan verður að skipuleggja ferðir sínar betur og dreifa álaginu á staði sem geta tekið við fleiri gestum, annars blasir við að stjórnvöld verða að takmarka fjölda gesta inn á einstök svæði.“

Vantar fagþekkingu

„Mikið er skeggrætt á Alþingi, í ráðuneytum og stofnunum en minna fer fyrir því að hrinda verkefnum í framkvæmd. Þá skortir reynslu og þekkingu til að framkvæma verkefni á sviði uppbyggingar innviða og má nefna alvarlegan skort á fagþekkingu við stígagerð sem dæmi, þar sem fyrirliggjandi náttúruleg efni eru ekki nýtt sem skyldi. Það eru víða verk að vinna,“ segir Sveinn Runólfsson.

Hér má lesa grein Sveins.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: