- Advertisement -

Júlíus Vífill Ingvarsson viðurkennir tilvist týndra peninga á hljóðupptöku

Hljóðupptöku af fundi erfingja Ingvars Helgarsonar lekið.

Eins og flestum er kunnugt þá sagði Júlíus Vífill Ingvarsson af sér vegna Panama skjalanna.  3 tímum áður hafði hann upplýst hluta systkyna sinna að hann hefði eftirlaunasjóð foreldra þeirra í sinni vörslu og ætlaði sér alltaf að skila því inní dánarbúið en aldrei fundist rétti tími til þess.  Þessari hljóðupptöku var lekið á Youtube þann 11. apríl síðast liðinn, hljóðritað 6. apríl 2016

Heyra má Sigurð G. Guðjónsson lögfræðing Júlíusar Vífils segja þetta á meðal annars:

„Það þarf auðvitað að horfa á það sko hvernig horfir það skattalega út fyrir dánarbúið? Vegna þess að það liggur alveg fyrir, það liggur fyrir hver fjárhæðin var. Þetta höfum við Júlíus rætt í langan tíma hvernig ætti að fara með og hann hefur alltaf verið, það var ég sem að bremsaði hann af með það sko að fara að setja þetta inn í dánarbúið svona bara 1, 2 og 3, vegna þess að ég var ekki alveg búinn að sjá sko hvaða skattalegar afleiðingar það gæti haft fyrir dánarbúið. Ef að dánarbúið þyrfti allt í einu að fara að telja fram einhverjar fúlgur fjár og þannig gæti bara það allt verið brunnið upp í sköttum og skattaálögum.“