Hilmar Þór Björnsson arkitekt skrifaði um byggingar á lóðum fyrrum bensínstöðva:
Var að renna í gegnum svarta skýrslu Innri endurskoðunnar Reykjavíkurborgar og varð margs vísari.
Grundvöllur samningana var að fækka dælum með jarðefnaeldsneyti til að stuðla þannig að aðgerðum i loftslagsmálum og minni losun á CO2 sem er auðvitað ágætt og nauðsynlegt.
Minnkun á notkun jarðefnaeldneytis minnkar ekki með fækkun bensínstöðva heldur með fækkun bíla sem notar olíu og bensín. Það hlýtur öllum að vera ljóst.
Það er að gerast og mun gerast af sjálfu sér, enda verður bannaður innflutningur á bensín og olíuknúnum bílum árið 2030, eða eftir aðeins fimm ár.
Bensinsala verður “out of buisniss” og olíufélögin munu vilj losna undan bensílóða samningum.
En það er fjölda margt annað sem vakti athygli í skýrslu IER.
Ég nefni eitt.

Á síðu 71 er tafla sem sem upplýsir hvað lóðirnar eru stórar og á hvaða verði þær eru seldar og hvað megi byggja mikið á einu lóðinni sem hefur fengið staðfest deiliskipulag sex árum eftir að lóðasamningurinn var undirritaður og það er Egilsgata 5.
Þar er gert ráð fyrir að byggðir verði 4898 m2 húsnæðis á lóð sem er aðeins 2094 m2.
Þessi lóð, Egilsgata 5, var seld samkvæmt afsali á 805.000.000 kr. árið 2024.
Þarna verða aðeins 36 íbúðir!
Samkvæmt þessu er verð lóðarinna á hvern byggðan fermetra um 164.000.- kr. eða 16. 4 milljónir á hverja 100 m2 íbúð, sem olúufélagið fær og íbúðaeigendur þurfa að borga.
16.400.000.- kr á hverja íbúð bara í lóðabrask. Gera menn sér grein fyrir þessu?
Ætli verktakakostnaður sé ekki um hálf milljón kr. á fermetra?
Í þættinum Spursmál voru niðurstöður IER um bensínstöðvarlóðirnar til um fjöllunnar.
Þar vakti sérstaka athygli að fyrrum borgarstjóri Dagur B. Eggertsson vildi kenna sendiboðanum, Kastljósi á RUV, um þetta allt saman. Kastljós hefði fyrir einu og hálfu ári afvegaleitt umræðuna að sögn DBE. Þar hafi verið dylgjað um lögbrot, að borgarfulltrúar hafi verið haldið í myrkri og ekki fengið nægjanlegar upplýsingar og ég veit ekki hvað og hvað.
Allt sendiboðanum að kenna.
Þetta er auðvitað tóm vitleysa allt saman enda Kastljósþáttirinn allur faglega unninn og til mikillar fyrirmyndar.
Það sæmir ekki reyndum stjórnmálamanni að grafa umræðuna niður i skotgrafir með þessum hætti.
RUV hlýtur að fylgja þessu vel eftir og andmæla þessum málflutningi.
Að neðan er mynd af fyrirhuguðu húsi við Egilsgötu sem lítur prýðilega út ásamt töflu sem vitnað er i úr uttekt IER.