- Advertisement -

Kerfin valda mismunun, fordómum og spillingu / ríkisstjórnin ber ábyrgðina

Gunnar Smári skrifar:

Fyrr á árinu sagði hollenska ríkisstjórnin af sér þegar kom í ljós að skatturinn þar var rasískur, hundelti fólk af erlendum uppruna og sakaði það af tilefnislausu um að svindla á barnabótakerfinu. Er þetta mál kannski tilefni fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að segja af sér? Nígerískur maður sóttur til Ítalíu og látinn dúsa í gæsluvarðhaldi 269 daga, tæpa níu mánuði! Og er svo að lokum dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir gáleysisbrot, dómur sem hefði örugglega verið skilorðsbundinn ef maðurinn væri hvítur á hörund og hefði ekki verið haldið í tæpa níu mánuði í gæsluvarðhaldi, stífri einangrun þar sem hann hitti engan nema verjanda sinn og gat engin samskipti haft við fjölskyldu sína og vini. Ákvörðun sem vafalítið byggði á kynþáttafordómum. Á Litla Hrauni var maðurinn svo ofsóttur af samföngum vegna uppruna síns og húðlitar og fékk enga vernd frá fangavörðum eða fangelsisyfirvöldum.

Kerfin sem við rekum eiga að starfa fyrir almenning og verja hann fyrir mismunun, fordómum og spillingu. Kerfin okkar eru hins vegar þau öfl í samfélaginu sem helst keyra þetta áfram; mismunun, fordóma og spillingu. Og ríkisstjórnin ber endanlega ábyrgð á þessu, henni ber að laga þau kerfi sem bregðast og stoppa árásir þeirra á almenning. Þetta gildir hér, ekkert síður en í Hollandi. Það er kominn tími til að ráðherrarnir axli ábyrgð á þeim kerfum sem þeir eiga að hafa eftirlit með, þetta er þeirra kerfi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: