- Advertisement -

Stórútgerðir heimta 10 milljarða úr ríkissjóði

Fróðlegt verður að sjá hvort að húsmóðirin Katrín Jakobsdóttir kói með þessu sjúka ástandi stjórnarheimilinu og reyni að breiða yfir og gera gott úr arðráninu.


Sigurjón Þórðarson  skrifar:

Íslenski úgerðaraðallinn lítur greinilega íslenskan almenning sömu augum og Namibíumenn – Ef við höfum ekki alla fjármuni af þessum sauðsvarta íslenska almenningi, þá mun bara einhver annar gera það. Samélagsábyrgð aðalsins nær ekki lengra þegar til kastanna
kemur – hann er tilbúinn að láta íslenska skattborgara blæða vegna lagatæknilegra ágalla sem urðu við úthlutun til þeirra á einokunarrétti, til þess að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Hafa verður í huga að dómarinn sem skrifaði dóm Hæstaréttar sem krafa útgerðaraðalsins byggir á, var bullandi vanhæfur, en sonur hans var framkvæmdastjóri LÍÚ (SFS).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir stjórnmálamenn sem kosnir eru til að gæta hagsmuna almennings ætti að vera afar auðvelt að taka skýra afstöðu í málinu, en beinast liggur við að svara þessum kröfum með að bjóða út veiðiheimildir á makríl til hæstbjóðandi á næsta fiskveiðiári.
Einhverra hluta vegna þá ég ekki von á því að Kristján Þór Júlíusson taki afstöðu með almenningi heldur láti vinina ganga fyrir í þessu sem öðru.

Fróðlegt verður að sjá hvort að húsmóðirin Katrín Jakobsdóttir kói með þessu sjúka ástandi stjórnarheimilinu og reyni að breiða yfir og gera gott úr arðráninu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: