- Advertisement -

Kristrún Frosta: „Ég er ekki vön því að auglýsa afmælið mitt“

Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál. Í dag fagnar hún afmæli sínu og vekur sjálf athygli á áfanganum í færslu á Facebook þar sem hún hvetur netverja til að kjósa Samfylkinguna í sveitastjórnarkosningunum

„Kæru vinir! Ég er ekki vön því að auglýsa afmælið mitt. En ætla að nýta mér afmælisgleðina til að beina kastljósinu að mikilvægum kosningum núna á laugardaginn. En sú gæfa að hafa stigið inn í starf Samfylkingarinnar og fengið að kynnast öflugum sósíaldemókrötum um land allt. Ég er mjög stolt af mínu fólki sem leggur nú allt sitt í að tryggja að nærsamfélagið njóti krafta réttsýnna einstaklinga sem vilja reka hér öflugt velferðarkerfi. Besta afmælisgjöfin væri eitt stykki „x við S“ – meira segja hægt að kjósa strax í dag í Holtagörðum á annarri hæð. Óháð pólitískum skoðunum félaga minna hér á FB hvet ég alla til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á nærsamfélagið sitt.“

Afmælisbarn dagsins. Til hamingju með afmælið Kristrún!

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: