- Advertisement -

Langvarandi samningsleysi og langir biðlistar hindra aðgengi og auka ójöfnuð

Ásamt þessu verður hámarksaldur heilbrigðisstarfsfólks hækkaður.

Að þessu sögðu…

Stjórnmál: „Heilbrigðiskerfið hefur verið undir miklu álagi síðastliðin ár og okkur er öllum ljóst að það þarf að taka breytingum til að fylgja hraðri þróun og mæta breyttum þörfum samfélagsins. Eitt stærsta álagspróf síðari tíma var heimsfaraldur kórónuveirunnar. Í þeim faraldri sáum við dugnað og krafta okkar heilbrigðisstarfsmanna sem lyftu grettistaki og stóðust það próf með glæsibrag. Þó finnur kerfið enn fyrir eftirköstum faraldursins sem og öðrum útistandandi verkefnum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og það þarf að tryggja þann aðgang og ná stöðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Langvarandi samningsleysi og langir biðlistar hindra aðgengi og auka ójöfnuð og því er nauðsynlegt að þessi verkefni séu leyst,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar á Alþingi í gær.

„Að þessu sögðu er algjört forgangsmál að við náum að semja við þá sem veita þjónustu utan sjúkrahúsa. Einnig þurfum við að auka fjárframlag ríkisins til heilbrigðismála og skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi til framtíðar,“ sagði Ingbjörg og svo þetta:

Viðamikil vinna er…

„Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur tekið mikilvæg skref í átt að þessum markmiðum á því eina ári sem hann hefur gegnt embætti. Nýlega náðust samningar um aðgerðir vegna legslímuflakks, sem er virkilega ánægjulegt. Í annarri umræðu fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir rúmlega tólf milljarða viðbótarframlagi til heilbrigðismála þar sem verið er að fjárfesta í breytingum og umbótum til framtíðar og styrkja grunnkerfi heilbrigðisþjónustunnar. Einnig er þar gert ráð fyrir 750 milljónum sem eru eyrnamerktar í liðskiptaaðgerðir.

Farið hefur verið í verkefni til að efla menntun heilbrigðisstarfsmanna og fjölga þeim og m.a. með nýrri reglugerð um sérnám lækna. Ásamt þessu verður hámarksaldur heilbrigðisstarfsfólks hækkaður. Viðamikil vinna er komin af stað um að bæta heilbrigðisþjónustu eldra fólks, stuðla að bættri lýðheilsu og forvarnastarfsemi. Ásamt þessu hefur endurhæfingarþjónusta verið efld. Eins og þið heyrið eru verkefnin ærin en algerlega augljóst að hér er ríkisstjórn sem stendur með heilbrigðiskerfinu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: