- Advertisement -

LÍN í þúsundum dómsmála

Lánasjóður íslenskra námsmanna heldur ekki skrá yfir eigin dómsmál og vissi því ekki hversu mörg mál sjóðurinn rekur eða hafði rekið fyrir dómstólum, þegar fyrirspurn barst um hvers mörg málin eru.

Það var Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem spurði. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frá lánasjóðnum fengust þau svör að ekki væri haldin sérstök skrá um mál sem lánasjóðurinn hefði flutt fyrir dómstólum. Hins vegar aflaði lánasjóðurinn eftirfarandi upplýsinga sem voru veittar ráðuneytinu. Athuga ber að flest dómsmálin sem um er að ræða eru innheimtumál. 

Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur voru þingfest 3.071 mál frá lánasjóðnum á tímabilinu frá 1. janúar 2000 – apríl 2017, alls lauk 2.612 málum með dómi þar sem útivist var af hálfu stefnda, þ.e. fallist á dómkröfur lánasjóðsins, dómsmál sem lauk með réttarsátt, þar sem stefndi viðurkenndi dómkröfur lánasjóðsins, voru 268, í 118 málum var uppi ágreiningur milli lánasjóðsins og stefndu og gengu þau mál til dóms en ekki er haldin sérstök skrá um afdrif þeirra mála og að lokum að fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur bíða nú um. 79 mál meðferðar.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: