- Advertisement -

Loforð í nafni íslenzku þjóðarinnar verða að standa

„Þegar ég horfði og hlustaði á Bjarna í fréttum 6. febrúar, fór hreinlega  um mig, það lá við að mér yrði illt. Svo ömurlegur var málflutningur og framkoma mannsins.“

Ole Anton Bieltvedt.

Ole Anton Bieltvedt skrifar:

Margir munu hafa séð viðtal, eða viðtöl, við Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra, en hann mætti bæði á Stöð 2 og í RÚV í viðtal, í kvöldfréttum, 6. febrúar, um stöðu þeirra Palestínumanna, alls 128 manns, þar af 75 börn, sem höfðu fengið hér dvalarleyfi stjórnvalda, á grundvelli laga og reglna um fjölskyldusameiningu.

Stuttur utanríkisráðherraferill Bjarna hefur fyrir undirrituðum ekki verið góður eða gleðilegur. Skemmst er að minnast „Var þetta árás?“ spurningarinnar í Osló, þegar fréttamaður spurði hann um afstöðu til tiltekinnar árásar Ísraelhers á flóttamannabúðir í Gaza, þar sem ekki voru aðeins sprengd upp hús og mannvirki, þau lögð í rústir og jöfnuð við jörðu, heldur líka fólk, konur og börn, limlest, tætt í sundur og drepin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Inn á milli kom, hins vegar, annar tónn.

„Var þetta árás?“. Ég spurði sjálfan mig, hvers konar innri maður býr eiginlega í þessum manni. Mér hefur oft verið sagt, að Bjarni væri „góður drengur“. Ekki verður séð á síðustu atburðum, afstöðu og frammistöðu Bjarna, að þetta mat sé með öllu rétt.

Þegar ég horfði og hlustaði á Bjarna í fréttum 6. febrúar, fór hreinlega  um mig, það lá við að mér yrði illt. Svo ömurlegur var málflutningur og framkoma mannsins. Þóttist vilja þessum dvalarleyfishöfum allt gott, þóttist vera fullur af mannúð og mannkærleika, fullyrti að hann væri að berjast fyrir lausn fyrir þá, þannig, að þeir gætu komizt úr þeim hörmungum og því fári, sem þeir lifa – og/eða deyja  – við á Gaza þessa dagana.

Inn á milli kom, hins vegar, annar tónn, önnur afstaða, og það greinilega sú sanna, í ljós. Bjarni virðist ekki hafa haft mikla samúð með þessu hrjáða og aðframkomna fólki og veigrar sér greinilega á allan hátt við að standa við skuldbindingar íslenzkra stjórnvalda, skuldbingar ríkisstjórnarinnar, gagnvart þessum 128 manns, 75 börnum, 44 konum og 9 körlum, sem hafa mátt kynnast helvíti á jörðu síðustu mánuði.

Hér er lyktin af óheilindum og undanbrögðum sterk.

Á RÚV sagði Bjarni m.a. þetta 6. febrúar: „Við getum ekki haldið áfram að senda út þau skilaboð, að á Íslandi sé auðveldast að koma og fá dvalarleyfi, auðveldast að fá fjölskyldusameiningu og innviðir á Íslandi eru hreinlega sprungnir. Þessvegna hefur ráðherranefndin verið að skoða þetta í heildarsamhengi“.

„Skoða þetta í heildarsamhengi“, m.ö.o. hefur ráðherranefndin það verkefni, að leita leiða til að íslenzk stjónrvöld geti komið sér út úr, svikið, dvalarleyfisveitingar sínar gagnvart þessu aumingjans fólki? Hvað þarf að skoða í afgreiddu máli, veittum dvalarleyfum? Hér er lyktin af óheilindum og undanbrögðum sterk. Þó að Bjarni beri hér höfuðábyrgð, er þetta mál auðvitað á ábyrgð allrar ríkisstjónarinnar, þá ekki sízt á ábyrgð forsætisráðherra.

Fyrir undirrituðum, og, ég hygg, fjölmörgum öðrum, væri rétt og heiðarleg leið og lausn þessa máls sú, að setja fullan kraft í það að hjálpa þessu fólki, skv. gefnum loforðum og veittum dvalarleyfum, senda diplómatiska fulltrúa íslenzku ríkisstjórnarinnar, jafn marga og jafn fljótt og verða má, strax, til að hjálpa þessum fólki að komast úr því víti, sem því er haldið í, og koma því til Kaíró. Ef það næðist allt á skömmum tíma, mætti svo flytja þetta fólk í einni flugvél, fleiri eru það ekki, til landsins.

Aðgerð af þessu tagi myndi sína heilindi og heiðarleika.

Loforð í nafi íslenzku þjóðarinnar verða að standa!

Allt þetta fólk á ættingja hér, einmitt þessvegna fékk það dvalarleyfi, og má ætla, að þeir muni taka á móti komumönnum, taka þá inn í sín hús og inn á sín heimili og sinna þeim, þannig, að álag þessa eina hóps muni ekki leggjast af miklum þunga á innviði.

Annað mál er það, að þessi ráðherranefnd getur svo auðvitað rætt og tekið á nýjum og opnum flóttamannamálum skv. því, sem efni standa til. Eflaust er það rétt, að við Íslendingar þurfum að staldra við og skoða vel, hversu langt við getum gengið í móttöku erlendra flóttamanna. Auðvitað eru þar mörk, eins og í öllu, en það er bara allt annað mál.

Loforð í nafi íslenzku þjóðarinnar verða að standa!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: