- Advertisement -

Lög sem munu stórskaða mannréttindi

Kristinn Hrafnsson:

Verið er að undirbúa fljótandi fangelsi fyrir þá sem verður á gámaskipi á Thames (kallast væntanlega „lokað búsetuúrræði“)

Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sækir ofar en ekki leiðarstef til breska Íhaldsflokksins er ekki úr vegi að fylgjast með hvað sá flokkur er að trompa upp með en flokkurinn á undir högg að sækja eins og systurflokkurinn á Íslandi og hefur einnig valið sér skotmark til að snúa því við – flóttamenn.

Hér í Bretlandi stendur yfir landsþing Íhaldsflokksins og vakti eldræða Suellu Braverman, innanríkisráðherra, einna mesta athygli hægri blaða. Daily Mail gat vart vatni haldið á sinni forsíðu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Braverman magnaði upp hættuna af flóttamannastraumnum og líkti honum við hamfarir sem myndu skella á breskum ströndum – landið þyrfti að kljást við „fellibyl flóttamanna“ ef ekki yrði spyrt við fótum. Önnur blöð segja að það blundi greinilega formaður í Suellu en hún hefur hamrað á þessari flóttamannahættu og varð æf þegar Mannréttindadómstóll Evrópu stöðvaði áform um að senda hælisleitendur í flugförmum til Rúanda. Verið er að undirbúa fljótandi fangelsi fyrir þá sem verður á gámaskipi á Thames (kallast væntanlega „lokað búsetuúrræði“).

Suella Braverman, innanríkisráðherra.
Braverman ítrekaði í ræðu sinni áform um að fella úr gildi mannréttindalög sem samþykkt voru fyrir aldarfjórðungi sem eru að þvælast fyrir hennar lausn á „flóttamannavandanum“.

Braverman ítrekaði í ræðu sinni áform um að fella úr gildi mannréttindalög sem samþykkt voru fyrir aldarfjórðungi sem eru að þvælast fyrir hennar lausn á „flóttamannavandanum“. Vilji er til þess að rifta aðild Bretlands að Mannréttidasáttmála Evrópu (sem Bretar voru frumkvöðlar að að semja) og snúa sér undan áhrifum Mannréttindardómsstólsins í Strassbourg.

Í Bretlandi hafa nýverið verið sett lög eða eru í pípunum, sem stórskerða mannréttindi, í vor var þrengt að möguleikum til að mótmæla friðsamlega og fólk hneppt í varðhald jafnvel fyrir að áforma þau, búið er að lögfesta kröfu um að samskiptaforrit veiti yfirvöldum aðgang að sínum gagnagrunnum, í bígerð er að færa allar vegabréfsmyndir í gagnagrunn til að láta forrit skanna þau með andlitsauðkennaforritum, sérdeild hersins hefur rannsóknarvald yfir netbirtingum þar sem auðvelt er að túlka gagnrýni á stjórnvöld sem ógn við öryggi ríkisins – svo eitthvað sé nefnt.

Ef einhverjum finnst aðgerðir og málflutningur harðlínunnar bera keim af fasisma er það í takt við það hugtak sem maður heyrir iðulega nefnt í samhengi við ógæfuleið Íhaldsflokksins. Það er ekki goðgá að ætla, í ljósi hrifningar íslenskra íhaldsmanna á breska flokknum, að þessar áherslur muni birtast í íslenskum stjórnmálum – það er að segja, í auknum mæli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: