- Advertisement -

Næsti forseti Íslands verður kona

Mannlíf Við kjósum nýjan forseta eftir tæp tvö ár. Ólafur Ragnar Grímsson gefur ekki kost á sér þá. Þessar ástæður er helstar. Hann hefur lýst því yfir að núverandi kjörtímabil sé hans síðasta. Að auki verður hann 73 ára við næstu kosningar og þá búinn að sitja á Bessastöðum í tuttugu ár. Fyrir kosningarnar 2012 sagði hann, meðal annars í útvarðsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni, að til greina kæmi að hætta áður en kjörtímabilið er allt. Umsjónarmaður þáttarins hefur óskað eftir svari við hvort það komi enn til greina, eða ekki.

Þóra Arnórsdóttir, sem bauð sig fram 2012, virðist hafa boðið sig fram einum kosningum of snemma. Þrátt fyrir að Ólafur Ragnar eigi marga andstæðinga eru stuðningsmennirnir augljóslega fleiri og ógerningur hefur reynst að fella hann í embætti. Hann er reyndur stjórnmálamaður og klókur. Hann kann leikinn, öllum öðrum fremur.

Þegar við kjósum næsta forseta eru mestar líkur á að við veljum konu. Og ekki bara til að velja konu. Heldur frekar til að breyta duglega um ásýnd á Bessastöðum. Við höfum margar frambærilegar konur. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, er klárlega ein af þeim. Það er sama hvernig horft er yfir sviðið, hún er líklegust, svo framarlega sem hún vill sækjast eftir að verða forseti. Þóra Arnórsdóttir hefur sagt ekki koma til greina að hún bjóði sig fram á ný.

Katrín Jakobsdóttir uppfyllir eflaust flestar, ef ekki allar, þær kröfur sem hægt er að gera til forseta. Hún verður fertug árið 2016. Katrín er heillandi manneskja og nýtur virðingar langt út fyrir raðir síns flokks. Þessar tvær konur, Ragna og Katrín, hljóta að vera með allra líklegustu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

DV hefur velt vöngum yfir hvort Guðni Ágústsson komi til greina sem næsti forseti. Slíkt hlýtur að teljast afar ólíklegt. Guðni er vinsæll ræðumaður og þá einkum á samkomum. Sem er langur vegur frá því að vera forseti Íslands.

Standi orð, mun Ólafur Ragnar ekki verða í kjöri 2016 og ekki heldur Þóra Arnórsdóttir. Hann hefur sagst ætla að hætta og hún að ekki komi til greina að bjóða sig fram á nýjan leik. Það er eðlilegt að let að nýjum forseta sé hafin. Í mesta lagi er aðeins hálft annað ár þar til kosningabaráttan verður komin á fulla ferð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: