- Advertisement -

Að vera maður líðandi stundar

Samfélag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skrifar grein, í Fréttablaðið, þar sem hann svarar og finnur að grein Kára Stefánssonar frá því í gær. Hann kallar Kára toppara, mann sem telur sig alltaf vita betur og meir en aðrir.

Í lok greinarinnar segir forsætisráðherra:

„Eitt hef ég bent á frá því áður en topparinn eða félagar hans vissu yfirhöfuð að til væri vandamál sem þyrfti að leysa, og væri hægt að leysa, á þann hátt að láta slitabúin greiða mörg hundruð milljarða. Það var sú staðreynd að ekki yrði hægt að nota allt fjármagnið í framkvæmdir eða uppbyggingu innviða sama hversu þörf þau verkefni væru. Slíkt myndi þýða að verið væri að nota fjármagn sem er til þess ætlað að verja efnahagslegan stöðugleika, með því að greiða niður skuldir, í að kynda undir verðbólgu og óstöðugleika.
Með því, hins vegar, að nýta fjármagnið til að greiða niður skuldir og bæta afkomu ríkisins og samfélagsins til allrar framtíðar verður hægt, ár frá ári, á sjálfbæran hátt, að halda áfram að styrkja og efla heilbrigðiskerfið og aðrar grunnstoðir samfélagsins.

Sá sem rekur fyrirtæki hlýtur að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að reka fyrirtækið endalaust með tapi og taka bara meiri og meiri lán, eða hvað? Það sama á við ríkissjóð. Það að eyða fullt af peningum á einu bretti, ýta undir verðbólgu og halda svo bara áfram að taka lán bitnar á þeim sem á eftir koma, þ.e. kynslóðum og þar með talið sjúklingum, framtíðarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: