- Advertisement -

Flugslysið í Mykinesi – átakanleg heimildamynd

Árni Gunnarsson skrifar:

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Í gærkvöldi sýndi Ríkissjónvarpið merkilega og átakanlega mynd um flugslysið í Mykinesi í Færeyjum 26. sept. 1970. Þar fórust 8, en 26 lifðu af. – Fyrir nokkrum árum var skrifuð bók í Færeyjum um þennan atburð. Hún kom út í íslenskri þýðingu fyrir síðustu jól. Bókin er einstaklega vel skrifuð og öll heimildavinna til fyrirmyndar. – Björgunarstarf á slysstað var erfitt, margir illa slasaðir og veður slæmt. Kærir frændur okkar og vinir í Færeyjum unnu þrekvirki við erfiðar aðstæður og sýndu að þeim er ekki fisjað saman. – Ég velti því fyrir mér hvernig íbúunum í Mykinesi og öðrum, sem að björgun komu, hefur verið þakkað og þau heiðruð fyrir hetjulund og umönnun slasaðra. – Ég vona að þar hafi verið staðið vel að verki. – Ég hef oft óskað þess, að við Íslendingar gætum átt enn meiri og betri samskipti við þessa bræðra- og systraþjóð okkar.

Við getum margt af Færeyingum lært, þótt ekki væri annað en nægjusemi og virðing fyrir náttúrunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: