- Advertisement -

Verður Trump skotinn og þá eilífur?

Ingi Hans Jónsson:

Ingi Hans Jónsson.

Morgunspökuleringa hafa oft reynst hættulegar. En í morgun þegar ég sat við gluggan og var að spökulera þá gerðist eitt mjög óvænt. Fyrir utan gluggann settist hrafn. Við horfðumst í augu, ég og krummi og ég sá að hann var að spökulera í því sama og ég. Hvað verður um verslings Trump? Og þarna sátum við sitthvoru megin við glerið í okkar spökuleringum og spökuleruðum. Við veltum vöngum. Skyndilega kom svona augnablik sem kallað hefur verið „nú flaug engill hjá“ og við vissum það. Trump hættir ekki sem forseti, hann verður skotinn. Já það er eina leiðin hans til að verða eilífur. Aðeins skotnir forsetar gleymast ekki. Og þá verður samsæriskenningunum gefið eilíft líf og engin mun nokkurntíman vita hver skaut hann en margir koma til greina kommonistar þó aðalega og leyniþjónustan, allt eitt alsherjar samsæri. Fox news fer á hausinn en Mogginn blómstrar sem aldrei fyrr. Samsærið mun hafa víðtæk áhrif og Miðflokkurinn breytir lögunum og Vigdís verðu forsætisráðherra. Þarna brast þolinmæði krumma og hann flaug á brott. Ég sit eftir með að færa inn spádóma þessara spökuleringa sem almennir Trumpista segja fals og bull. En sjáum til.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: