- Advertisement -

Með Svavari í Röstinni

Það var í félagheimilinu Röst á Hellissandi sem ég hitti Svavar Gestsson fyrst. Alþýðubandalagið boðaði til opins fundar. Það var húsfyllir. Ræðumenn voru Skúli Alexandersson, Gvendur Jaki og Svavar. Ég mætti.

Eftir ræður þeirra var orðið gefið frjálst. Áður en ég vissi af hafði ég staðið upp. Hafði aldrei talað á fundi. Þegar ég sá gólfið í Röstinni þéttskipað fundarmönnum fraus ég. Hafði oft dansað á gólfinu. En nú hafði ég komið mér í vanda.

Ég fraus. Kom ekki upp einu orði. Fundarstjórinn vildi gefa næsta manni orðið. Svavar stöðvaði fundarstjórann og horfði í augun á mér. Sagði mér að slaka á. Anda djúpt og vera rólegum. Ég gerði það. Þetta tók dágóða stund. En hafðist. Þökk sé Svavari. Síðar sagði ég honum frá þessu augnabliki. Hann mundi það vel.

Eftir þessa reynslu hef ég oft talað á fundum. Hugsa stundum til þess að ef Svavar hefði ekki hjálpað mér í Röstinni áður fyrr, hvort ég hefði þá ratað þann veg sem ég fór.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Skúli Alexandersson og Guðmundur J. Guðmundsson.

Jæja, það voru  kosningar í Dagsbrún Gvendar Jaka. Ég fann að því að ef annað framboðið fengi 49 prósent atkvæða næði það engum manni í stjórn. Mér fannst fráleitt og finnst það reyndar enn.

Jæja, ég talaði og talaði á fundinum í Röstinni. Var að lokum beðinn um að stytta mál mitt. Að fundi loknum kölluðu Gvendur Jaki og Svavar í mig. Ég talaði við þá dágóða stund. Svavar var minn maður í pólitíkinni. Hann var stjarna.

Nokkru seinna voru sett lög á verkfall okkar sjómanna. Átök voru í þinginu. Svavar var meiriháttar. Kom til okkar sem vorum á þingpöllum. Gerðist talsmaður okkar í þingsalnum. Ræðuskörungur.

Svo varð ég blaðamaður og svo þingfréttamaður. Þá hitti ég Svavar oft. Alltaf fór vel á með okkur. Ég hætti að taka afstöðu til þingmanna og flokka. Meðan ég starfaði í þinginu voru það einkum tveir ræðumenn sem ég vildi aldrei missa af, Ólafi Þ. Þórðarsyni, mér fannst hann svo fyndinn, og svo Svavari. Svavar var messti ræðumaðurinn.

Ég spurði einu sinni Þorstein Pálsson hvort ekki hafi verið erfitt að glíma við Svavar í þinginu, þann mikla ræðumann. Þorsteinn sagði svo hafi ekki verið. Þorsteinn sagði að Svavar hafi alltaf byggt ræður sína á rökum og því auðvelt að takast á við hann. Ekkert húmbúkk þar.

Í mínum huga er Svavar meðal eftirminnilegustu þingmanna sem ég man. Hann var þingskörungur.

Sendi öll hans fólki samúðarkveðjur.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: