- Advertisement -

Davíð tólf ára frelsaði systkini sín af Silungapolli

„Þannig var mál vaxið að tvö hálfsystkini Davíðs höfðu verið vistuð á Silungapolli skammt utan við Reykjavík. Á Silungapolli var upphaflega rekið sumardvalarheimili fyrir börn á vegum Oddfellowreglunnar. Reykjavíkurborg tók síðar yfir reksturinn og breytti í vistheimili fyrir börn sem einhverra hluta vegna áttu ekki í önnur hús að venda. Reyndar var reksturinn tvískiptur því á sumrin komu börn á vegum Rauða krossins á Silungapoll og blönduðu geði í leik og starfi við önnur börn sem höfðu þar vetursetu. Þannig var fyrirkomulagið árið 1960 þegar þessi saga gerist,“ sagði Gunnlaugur heitinn Þórðarson sem sagðist enn vera furðu lostinn yfir framgöngu og frammistöðu þessa tólf ára drengs sem hann átti óvenjuleg samskipti við.

Lýsing hans á því sem gerðist á Silungapolli þetta árið er blandin aðdáun á hvernig þessi barnungi drengur náði því fram sem hann stefndi að.

Þetta er sýnishorn af frétt DV frá því í janúar 2007. Blaði hafði fjallað mikið um Breiðavík, Kumbaravog, Bjarg og fleiri ámóta staði þar sem börn voru vistuð, óviljug og oft gegn vilja fjölskyldu sinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Davíð Oddsson á afmæli í dag. Tólf ára tók hann málin í sínar eigin hendur.

„Ég er viss um að Davíð var sjálfur höfundurinn að ránsferðinni og skipulagði hana frá upphafi. Hann vann eftir því lögmáli að í stríði sé allt löglegt. Hann gat rökrætt við okkur í barnaverndarráði þó ungur væri en var svo blindur á velferð systkina sinna að hann sveifst einskis. Mig minnir að hann hafi látið svo um mælt að engir krakkar væru svo slæmir að þeir væru ekki betur komnir hjá foreldrum sínum en í einhverri stofnun eða fyrirtæki úti í sveit,“ sagði Gunnlaugur.

„Aldrei bjóst ég við að Davíð yrði stjórnmálamaður. Ég hélt að hann yrði listamaður. En eftir á að hyggja, þegar maður skoðar baráttu hans fyrir velferð hálfsystkina sinna eins og hér hefur verið lýst, þá má segja að þar hafi Davíð sýnt á sér pólitísku hliðina með útsjónarsemi, fáheyrðum kjarki og leikni,“ sagði doktor Gunnlaugur Þórðarson í þessu samtali fyrir bók Eiríks Jónssonar fyrir átján árum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: