- Advertisement -

Mengun minnkar ekki með hærri skorsteini

Úlfar Hauksson skrifar:

Úlfar Hauksson. Ljósmynd: akureyri.net.

Þessi frétt fer nú sennilega ekki hátt í miðri maraþon- og menningarvímu. Hér er hins vegar mjög áhugaverður vinkill á iðnaðar- og umhverfisstefnu Íslands. Og ef fer sem horfir – að verksmiðjan verði gangsett á ný – erkidæmi um að akkúrat ekkert mark er takandi á umhverfisstefnu Íslendinga. Það að hækka skorstein hefur ekkert að segja varðandi mengun þó að daglegt líf þeirra sem búa í næsta nágrenni við skorsteininn verði tímabundið skárra. Og síubúnaður í verksmiðjuútblæstri – sem og í skipum sem brenna svartolíu – er yfirleitt þannig að enginn munur er á í raun.

Það eina sem gerist er að mengunin er síuð úr og losuð beint í sjóinn án viðkomu í háloftunum. Sama mengun fer milliliðalaust í hafið þar sem hún endar alltaf hvort sem er með tilfallandi súrnun sjávar. Og auðvitað sína „erlendir fjárfestar“ þessu skorsteinsverkefni áhuga og auðvitað vill kapítalið í Arion losna undan þessu rugli og þvo hendur sínar hafandi verið hafðir að fíflum. Fáránleikinn í þessu öllu saman er sá að almenningur borgar allaf…sami almenningur á svo að hafa samviskubit yfir því að gangsetja bensínmótor á bifreið sinni til að komast á milli staða!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: