- Advertisement -

Nýtt húsnæðiskerfi: ASÍ ekki lengur með

„Við höfðum fyrir því að þýða dönsku löggjöfina til að gera stjórnvöldum hægara um vik að leggja mat á þetta.Við áttum þátt í þeim nefndum sem voru starfandi en við höfum ekki komið að málinu í lokafrágangi. Ég treysti því að ráðherra sé að vinna að því að innleiða dönsku húsnæðislöggjöfina, en ekki einhverja íslenska útgáfu af henni,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni á sunnudaginn, þegar hann var spurður um þátttöku ASÍ í mótun nýs húsnæðiskerfis, sem unnið er að undir stjórn félagsmálaráðherrans, Eyglóar Harðardóttur.

Gylfi segist alltaf hafa átt von á að bankarnir, myndu bregðast mjög hart við. „Einfaldlega vegna þess að danska húsnæðislöggjöfin gerir ráð fyrir að hagsmunir lántakenda og fjárfesta séu hafðir í fyrirrúmi, en ekki banka og fjármálastofnana. Reynslan af síðsta efnahagshruni var sú að þar voru bankarnir gerendur í mjög óábyrgri lánastarfsemi. Það kallar á að það verði settar skýrar og takmarkandi reglur um hegðun banka á fjármálamarkaði. Danska húsnæðiskerfið er það kerfi sem best hefur tekist að gera það. Það felst meðal annars í því að lánastofnanir sem veita húsnæðislán séu bara í því.“

„Við munum sannarlega fylgja þessu eftir. Afskiptum okkar er ekki lokið. Ég treysti að það komi fram frumvarp sem verði í takt við danska kerfið, en ekki skrýtin útgáfa af því.“
„Við munum sannarlega fylgja þessu eftir. Afskiptum okkar er ekki lokið. Ég treysti að það komi fram frumvarp sem verði í takt við danska kerfið, en ekki skrýtin útgáfa af því.“

Treystir á að ekki komi; „…skrýtin útgáfa af því.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

En eru það vonbrigði að ASÍ sé ekki lengur með?

„Við höfum byggt upp mikla þekkingu á þessu kerfi, höfum haft fyrir því að leita eftir upplýsingum og erum í ágætum tengslum við húsnæðislánastofnanir Í Danmörku , þannig að mér hefði fundist það mjög eðlilegt. En, gott og vel, ég bara treysti að ráðherrann sé að vinna á grundvelli niðurstöðu þeirrar nefndar fjallaði um málið. Það var mjög skýr niðurstaða, menn tóku undir með okkur og ég vona að það sé verið að vinna að þessu. Við höfum lagt okkar spil á borðið. Bæði þýðinguna á dönsku lögunum og greinargerðum og ég treysti að það gagnist þeirri nefnd sem nú er að vinna að málinu. Við munum sannarlega fylgja þessu eftir. Afskiptum okkar er ekki lokið. Ég treysti að það komi fram frumvarp sem verði í takt við danska kerfið, en ekki skrýtin útgáfa af því.“

Eru danskar fjölskyldur ekki meðal þeirra skuldugustu í Evrópu?

„Jú, það er alveg rétt. Lánakerfi kemur ekki í veg fyrir lántökur. Danir eru mjög skuldsettir, reyndar einsog Íslendingar og Bandaríkjamenn, sem eru skuldsettustu heimila veraldar. Bandaríska og íslenska lánakerfin hrundu í kjölfar kreppunnar, en ekki það danska. Ef við ætlum að velja okkur lánakerfi sem stenst efnahagssveiflur, en verður ekki sjálft tilefni efnahagsveiflu, þá hljótum við að velja það kerfi sem stendur slít af sér . Danska kerfið hefur gert það. Það er meðal annars vegna þess að þeir hafa verið með sérhæfðar stofnanir fyrir húsnæðislán þar sem bankar geta ekki notað greiðsluvilja almennings til þess fjármagna sig til áhættutöku í einhverju öðru.“

Þurfa trausta lánveitendur

„Skuldsetning heimila verður ekki til vegna lánakerfis. Lánakerfi þarf að standa af sér sveiflur og danska kerfið er búið að standa í tvö hundruð ár. Það hefur staðið af sér gjaldþrot danska ríkisins, tvær heimsstyrjaldir og æði margar kreppur. Það segir okkur að það er eitthvað í því fyrirkomulagi sem er forvitnilegt fyrir okkur. Vegna þess ef lánveitandi okkar lendir í vanda þá dregur hann lántakendann með sér í vandann. Þess vegna skiptir máli fyrir okkur neytendur að það séu traustir lánveitendur, því að öðrum kosti fáum við ekki lága vexti. Fjárfestarnir veita peninga inn í þetta og þeir verða hafa fyrirkomulag sem dregur úr áhættu þeirra. Að öðrum kosti hækkar þeir vextina. Svona virkar þessi fjármálamarkaður og við getum nýtt okkur það til að tryggja heimilunum hagstæðari lánskjör.“

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: