- Advertisement -

Oddný Eir hlýtur Bókmenntaverðlaun ESB

 

Oddný Eir Ævarsdóttir er ein þeirra sem hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár. Verðlaununum er ætlað að veita nýjum og upprennandi höfundum í Evrópu viðurkenningu.

Vinningshafar þessa árs, auk Oddnýjar, eru Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre J. Mejlak (Möltu), Ognjen Spahić (Svartfjallalandi), Marente de Moor (Hollandi), Uglješa Šajtinac (Serbíu), Birgül Oğuz (Tyrklandi) og Evie Wyld (Bretlandi).

Á vef Bókmenntaborgarinnar má sjá að Bók­mennta­verðlaun Evr­ópu­sam­bands­ins (EUPL) standa þeim lönd­um opin sem eru þátt­tak­end­ur í Skap­andi Evr­ópu, sem er fjár­mögn­un­ar­áætl­un ESB vegna hinna skap­andi- og menn­ing­ar­legu greina. Á hverju ári sjá lands­dóm­nefnd­ir frá ein­um þriðja af þátt­töku­lönd­un­um – 13 að þessu sinni – um að út­nefna vinn­ings­höf­und­ana.

Hver vinninghafi fær 5.000 evr­ur í verðlaun. Að auki fá þeir aukna kynn­ing­u og at­hygli á alþjóðleg­um vett­vangi. Útgef­end­ur þeirra eru hvatt­ir til þess að sækja um ESB styrki til þess að láta þýða vinn­ings­bæk­urn­ar yfir á önn­ur tungu­mál og ná þannig til nýrra markaðssvæða. Frá því að verðlaun­un­um var hleypt af stokk­un­um árið 2009 hef­ur ESB út­vegað fjár­magn til þýðinga á bók­um 56 (af 59) EUPL vinn­ings­hafa, á 20 mis­mun­andi evr­ópsk tungu­mál. Útkoman er þannig alls 203 þýðing­ar. Vinn­ings­haf­arn­ir njóta þess einnig að þeim býðst betri sýni­leiki á öll­um helstu bóka­mess­um Evr­ópu, þar á meðal mess­un­um í Frankfurt, London, Gauta­borg og á Passa­porta mess­unni í Brus­sel.

Vinn­ings­höf­um þessa árs verða af­hent verðlaunin við hátíðlega at­höfn í Concert Noble höll­inni í Brus­sel hinn 18. nóv­em­ber, að viðstödd­um fram­kvæmda­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins um mennt­un og menn­ingu, þing­mönn­um á Evr­ópuþing­inu og ít­ölsku full­trú­un­um sem nú er for­mennsku­ríki leiðtogaráðsins.

Sjá nánar á vef Bókmenntaborgarinnar

Mynd fengin af vef höfundar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: