- Advertisement -

„Svo grenjaði borgarlögmaður af hlátri“

Sigurður G. Tómasson skrifaði:

Samfélag „Magnús Óskarsson átti til að hringja í afa minn, sérstaklega ef hann var kominn með eitthvað í tána. Síminn var við dyrnar á herbergi gamla mannsins sem hafði mikið til verið liggjandi sig síðan Mangi Skaft lagði hann á klofbragði á bannárunum.

Stundum nennti sá gamli ekki að tala við nafna sinn og vildi láta okkur sem svöruðum símanum segja að hann væri ekki við. Þetta skrök þótti leiðinlegt. Einhverju sinni stóð ég í dyrunum og horfði á ritstjórann endilangan á dívaninum.

Nei Magnús minn. Nafni þinn er ekki við.

Hann er á skíðum.

Borgarlögmanni svelgdist svo á að ég var ekki viss um að hann næði andanum aftur.

Svo grenjaði borgarlögmaður af hlátri.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: