- Advertisement -

Þetta verður dómsmálaráðherra til skammar um alla framtíð

Mannréttindi „Hvar liggja réttindi fólksins frá Venúsuela sem var platað hingað með fagurgala um að því yrði veitt vernd hérna og það fengi strax atvinnuréttindi og fengi að setjast hér að og verða góðir og gildir þjóðfélagsþegnar,“ þannig spyr Guðrún Barbara Tryggvadóttir á Facebook.

„Fólk seldi allt sem það átti fyrir farinu, heilu fjölskyldurnar tóku sig upp til fyrirheitna landsins því að það hélt að hægt væri að treysta ráðamönnum á þessu norðlæga landi.

En annað kom svo í ljós einhverjir örfáir fengu vinnu en hinir voru allt í einu settir inn í allt annað kerfi sem átti ekkert skylt við það sem þeim hafði verið lofað af ráðamönnum þjóðarinnar.

Á fólk sem er platað svona virkilega engan rétt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég skora á dómbæra menn að grípa inn í …

Er löglegt að haga svona seglum eftir vindi af ráðamönnum þjóðarinnar. Þessu fólki var boðið hingað af fólki, sem við treystum til að setja þessu landi lög. Þetta eru ekki glæpamenn að reyna að hafa peninga af fólki í neyð, þetta er Alþingi Íslendinga sem hagar sér svona, sér og þjóðinni til ævarandi skammar.

Er ekki sanngjarnt að leyfa þeim sem hér eru að fá að vera hér áfram en loka fyrir svo að ekki komi fleiri þó að okkur vanti vinnuafl á allar vaktir.

Hvar er samviska ráðamanna vita þeir ekki að þetta er fólk, lifandi fólk með börn en ekki bara tölur á blaði sem þeir geta slegið póitískar keilur með.

Ég skora á dómbæra menn að grípa inn í og láta kanna lögmæti þessa gjörnings að henda fólki út úr landinu á röngum forsendum, allir vita að ekkert hefur breyst heima fyrir hjá þessu fólki en öll meðöl eru notuð og skáldað bara í eyðurnar til að fegra þessa andstyggð.

Nýr dómsmálaráðherra ber ábyrgðina og þetta mun verða henni til ævarandi skammar um alla framtíð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: