- Advertisement -

Rýma orlofseignir fyrir Grindvíkinga

Kæra félagsfólk:

Þær náttúruhamfarir og ógnir sem steðja að Grindvíkingum hafa engan látið ósnortinn. Allir bæjarbúar hafa, sem kunnugt er, þurft að yfirgefa heimili sín. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur unnið að því síðustu daga að rýma orlofseignir sambandsins á höfuðborgarsvæðinu og í Ölfusborgum, svo skjóta megi yfir Grindvíkinga skjólshúsi á þessum erfiðu tímum.

Rafiðnaðarsambandið vill þakka félagsfólki, sem átti bókaðar orlofseignir á næstunni, þann skilning og samhug sem það hefur sýnt við þessar aðstæður. Sambandið mun áfram kappkosta að leggja sitt af mörkum til að létta undir með Grindvíkingum og vinna með Almannavörnum, eftir því sem tilefni er til.

Alls er óvíst hve lengi neyðarstig almannavarna verður í gildi í Grindavík. Rafiðnaðarsambandið biðlar því til félagsfólks að taka óskum um frekari afbókanir orlofshúsnæðis af sömu stillingu og umburðarlyndi og hingað til.

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum og ástvinum þeirra.

Með fyrir fram þökkum,
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: