- Advertisement -

Ólík sýn bræðranna Ásgeirs og Bjarna

„Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana, ekki bara vegna dýrtíðar og verðbólgu heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur komast upp með að beita fólk margs konar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausn sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum, oftar en ekki hjá viðskiptabönkum sem hafa verið þeirra frá barnsaldri eða lífeyrissjóðum sem þau hafa greitt til gegnum ævina, lánastofnunum sem þau eru jafnvel bundin skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru hjá sömu lánastofnunum eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel eins og nú yfir nótt. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt fólk er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Félagið er ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður VG og bróðir Ásgeirs seðlabankastjóra.

Nánast á sama tima sagði Ásgeir bróðir Bjarna:

„Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á er staða kerfisins tiltölulega góð. Hún er góð miðað við núverandi aðstæður. Það er nægt eiginfé til staðar bæði hjá bönkunum sjálfum og lántakendum að einhverju leyti.“

Bjarni hefur áhyggjur af framgöngu Creditinfo:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég tek undir með Neytendasamtökunum sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit sé með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þessa ósvinna á ekki að líðast. Hér þarf að bregðast við.“

Bjarni rær á allt önnur mið en Ásgeir, sem sagði:

„Ég á von á því að hagkerfið sé nú komið í aðlögun. Það sem gerðist á síðasta ári og þessu ári að einhverju marki líka, sérstaklega á fyrri hluta ársins, er að fólk hafði á þessum tveimur farsóttarárum lagt til hliðar peninga og ekki náð að eyða. Gat til dæmis ekki farið úr landi í tvö ár. Í ljósi þess braust mjög mikil neysla fram.

Mér sýnist allt vera að snúast við, að við séum að sjá minnkandi einkaneyslu, aukið aðhald. Það hefur leitt til þess að fólk er farið að spara mjög mikið. Fólk er að leggja miklu meira af peningum inn á bankareikninga,“ sagði seðlabankastjóri.

Aðgerðir Seðlabanka og ríkisstjórnarinnar virðast miðað við að ganga frá efnahag fjölskyldnanna í landinu.

Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson segist hafa áhyggjur af því en Ásgeir sér ekkert annað en kerfið standi sig vel.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: