- Advertisement -

Ráðhúsið 2: Hvað með Persónuvernd?

Hér er önnur raðfréttin úr Ráðhúsinu. Nú er það Vigdís Hauksdóttir:

„Yfirstjórn Reykjavíkur, en hana skipa borgarstjóri og sviðstjórar Reykjavíkurborgar, ákvað einhliða á fundi í júlí að athuga starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar sem kemur fyrir borgarráð. Athugunin lýtur að sálfélagslegum áhættuþáttum í umhverfi starfsfólks sem situr fundi eða kemur reglulega fyrir borgarráð. Eftir verðfyrirspurn til aðila var gengið frá samning við Líf og sál sálfræðistofu um þetta verkefni.

  • 1. Hvaða fyrirtækjum var boðið að sinna verkefninu með verðfyrirspurn?
  • 2. Hvaða verð gáfu þessi fyrirtæki í verkefnið tæmandi talið?
  • 3. Hvað kemur Líf og sál ehf. til með að fá greitt fyrir að taka verkefnið að sér?
  • 4. Var samið um eina greiðslu eða fær Líf og sál ehf. einnig greitt fyrir aukaverk sem kannski falla til?
  • 5. Af hverju munu starfsmenn Lífs og sálar ehf. ekki ræða skýrsluna eða einstaka þætti athugunarinnar við aðra en verkbeiðanda?
  • 6. Á ekki að kynna skýrsluna fyrir borgarráði?
  • 7. Á hvaða lagagrunni fer þessi vinna fram?
  • 8. Kynnt er að endanleg útgáfa af frásögn viðmælanda verði í vörslu Líf og sálar ehf. sem gagn í málinu og ekki afhent öðrum nema að undangengnum dómsúrskurði. Er verið að trimma upp dómsmál milli embættismanna og kjörinna fulltrúa?
  • 9. Ef já – hvernig eiga kjörnir fulltrúar að verja sig fyrir dómi í þeim ásökunum sem kunna að koma fram í skýrslunni ef þeir hafa aldrei séð hana? 1
  • 10. Er búið að kalla eftir áliti Persónuverndar hvort þessi „athugun“ standist ný persónuverndarlög?“

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: