- Advertisement -

Ríkisstjórnin rær gegn stefnu Sjálfstæðisflokks

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar aukin ríkisumsvif. Á Alþingi í dag sagði hún:

„Mikilvægasta verkefnið fyrir Ísland er hins vegar að við getum skapað hér fleiri störf og að við getum varið þau störf sem fyrir eru. Þess vegna er það ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ráðast ekki í niðurskurð hjá hinu opinbera, að verja kerfin okkar, að vera ekki að ráðast í niðurskurð á þessum tímum heldur einmitt auka opinbera fjárfestingu þannig að við getum skapað fleiri störf.“

Hún boðar aukin umsvif og fleiri opinber störf. „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í vor.

Þarna stangast orð Katrínar og Bjarna á. Svo um munar. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, segir: „Stefnt skal að því́ að útgjöld hins opinbera verði ekki hærri en 35% af landsframleiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn mun forgangsraða í́ þágu grunnþjónustu.“

„Höfum við efni á þessu öllu?“ Þannig spurði Óli Björn Kárason, fremsti þingmaður Sjálfstæðisflokks í efnahagsmálum, í nýrri grein. Þar deildi hann hart á efnahagsstjórnina og einkum útþenslu ríkisins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: