- Advertisement -

Stefnir í myndarlega vaxtahækkun

Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram.

Sigmar Guðmundsson.

Sigmar Guðmundsson alþingismaður skrifaði:

Það stefnir í myndarlega vaxtahækkun hjá Seðlabankanum í næstu viku. Bankinn er að reyna sitt til að berjast gegn verðbólunni. Vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna við að rifa seglin í ríkisútgjöldum.

Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram. Stjórnlaus vöxtur ríkisútgjalda setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að kostnaðinum af þeim samningum verði svo velt aftur út í verðlag. Og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: