- Advertisement -

Ríkisstjórnin áhugalaus um Finnafjörð

Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki.

Ekki verður annað séð en að ríkisstjórnin nálgist fyrirhugaðar framkvæmdir við Finnafjörð með hangandi hendi. „Ekki liggur fyrir ákvörðun um hver aðkoma íslenskra stjórnvalda verður að verkefninu. Ekki liggur fyrir kostnaðarmat, né er gert ráð fyrir kostnaði í fjárlögum 2020 vegna verkefnisins,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra í svari til Hönnu Katrínar Friðriksson um raforkuflutning til Finnafjarðar.

Hanna Katrín spurði: „Liggur fyrir kostnaðar- og ábatagreining fyrir Ísland vegna þessa verkefnis, m.a. með tilliti til atvinnuuppbyggingar? Ef svo er, hver er niðurstaða þeirrar greiningar? Ef ekki, hvenær má vænta þess að sú vinna fari fram?“

Þórdís Kolbrún svaraði: „Í tilefni af framangreindri samantekt sem skilað verður til ríkisstjórnar í janúar 2020 hefur að beiðni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis verið unnið að samfélagslýsingu á verkefninu. Munu hún liggja fyrir í byrjun árs og verður hún lögð fyrir ríkisstjórn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ríkisstjórn Íslands.

Samkvæmt þessu eru örfáir dagar þar til skýrslu um raforku til Finnafjarðar verður á borði ríkisstjórnarinnar. Á borðinu verða væntanlega aðrar skýrslur um flutning á rafmagni og meira áríðandi.

„Ljóst er að uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði mun kalla á fjárfestingu í flutnings- og dreifikerfi raforku og á eftir að greina það nánar í framangreindri skýrslu. Hið svæðisbundna flutningskerfi Landsnets á Norðausturlandi nær að Kópaskeri og svæðisbundna flutningskerfið á Austurlandi nær norður til Vopnafjarðar. Á milli þessa staða rekur Rarik dreifikerfi sem þjónar Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði ásamt dreifbýli. Á árinu 2021 áformar Rarik að endurnýja þá 10 km sem eftir er að endurnýja af 33 kV línunni frá Kópaskeri að Raufarhöfn með lagningu 33 kV raflínu. Unnið er að eflingu á flutningskerfi Norðausturlands með lagningu Kröflulínu 3 en það er 220 kV háspennulína, mun liggja milli Kröflu og tengivirkis í Fljótsdal. Henni er ætlað að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi,“ segir einnig í svari Þórdísar Kolbrúnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: