- Advertisement -

Ríkisstjórnin er fjörutíu dögum of sein

Gunnar Smári skrifar:

Þessar þrjár aðgerðir eru nánast no brainer. 1. Að framlengja hlutabótaleiðina. 2. Að ríkið taki strax að sér að greiða uppsagnarfrest sem myndi hvort eð er leggjast á ábyrgðarsjóð launa. 3. Að laga lög um greiðslustöðvun svo eigendur og lánardrottnar fyrirtækja fái lengra svigrúm til að ákveða framtíð fyrirtækjanna vegna mikillar óvissu. Ekkert af þessu er í raun nýjar aðgerðir eða eitthvað sem er raunveruleg viðspyrna gegn kreppunni, frekar útfærsla á kostnaði sem hvort eð er myndi leggjast á ríkissjóð. Þess vegna var Bjarni Benediktsson ekki á fundinum, það var ekki verið að gefa karamellur.
Ég bendi á að þessar aðgerðir eru í takt við það sem ég lagði til fyrir fyrsta pakka ríkisstjórnarinnar; að ríkið tæki til sín starfsfólk og fyrirtækin yrðu sett undir segl, þar sem lánardrottnar og eigendur gætu unnið úr stöðinni, metið hvort og þá hvenær ætti að reyna að endurræsa þau. Ríkisstjórnin er fjörutíu dögum of sein með þetta, hið minnsta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: