- Advertisement -

Ríkisútvarpið er fjölmiðill valdsins

Af Ríkisútvarpinu má ráða að almenningur kjósi yfir sig yfirvald á fjögurra ára fresti, ekki þjóna.

Gunnar Smári skrifar:

Það má kalla það Pravda þegar fjölmiðlar líta á það fyrst og fremst sem hlutverk sitt að fræða almenning um vilja valdsins. Þá fela fjölmiðlar ráðafólki að fara með fréttaskýringar um verk sín og fyrirætlanir. Og bjóða sem svo að koma við í mannlífsþáttum að sína á sér mannlegri hlið. Ríkisútvarpið er svona fjölmiðill. Lýðræðislegri fjölmiðlar matreiða efni sitt fyrir almenning svo hann geti verið virkur í samfélagsumræðunni og sjálfur tekið afstöðu til mála. Slíkir fjölmiðlar segja ekki aðeins frá ákvörðunum valdsins heldur greina stöðuna og velta upp margskonar kostum. Ríkisútvarpið er ekki slíkur fjölmiðill.
Það er ekki bara að Ríkisútvarpið gefi aðeins valdafólki rödd og fulltrúum auðvaldsins, almenningur fær aðeins málið í Landanum og sex sinnum á ári aftast í fréttatíma (fólk á göngum Kringlunnar fær að tjá sig í tveimur setningum), heldur er ætíð gengið út frá því að valdið sé hjá ráðamönnum, aldrei hjá lýðnum. Af Ríkisútvarpinu má ráða að almenningur kjósi yfir sig yfirvald á fjögurra ára fresti, ekki þjóna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: