- Advertisement -

Sakar Sigurð Inga um pólitíkst tómlæti

„Það var með ólík­ind­um að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra kom hvergi við sögu í frétt­um um helg­ina og fram á mánu­dag.“

Leiðari Moggans fjallar annars vegar um slælega frammistöðu borgaryfirvalda hvað varðar snjómokstur. Hins vegar um vandræðaástandið á Reykjanesbrautinni.

„Ástandið á Reykja­nes­braut und­an­farna sól­ar­hringa hef­ur ekki síður verið sorg­ar­saga van­mátt­ar og póli­tísks tóm­læt­is. Reykja­nes­braut var lokað – að miklu leyti að þarf­lausu – en við það trufluðust sam­göng­ur við um­heim­inn og vand­ræðin í Leifs­stöð urðu ekki til þess að auka hróður lands­ins sem ferðamanna­áfangastaðar,“ segir í leiðaranum.

„Það var frek­ar aum­legt að heyra viðbár­ur Vega­gerðar­inn­ar að henni hefði verið ófært að ryðja braut­ina, þar sem hana skorti heim­ild­ir til þess að fjar­lægja öku­tæki sem þar sátu föst í vegi. Þetta er fjar­stæða. Stjórn­völd hafa marg­vís­leg­ar heim­ild­ir, þó sum­ar kunni að kosta at­beina lög­reglu, til þess að fjar­lægja tálm­an­ir af þjóðveg­um lands­ins, bæði til að tryggja ör­yggi og greiðar sam­göng­ur.

Davíð Oddsson.

Það kann að vera skilj­an­legt að ein­stak­ar stofn­an­ir rík­is­valds­ins geti verið smeyk­ar við slíkt, en þá kem­ur það ein­mitt í hlut hins póli­tíska fram­kvæmda­valds, ráðherra, að taka af skarið. Það var með ólík­ind­um að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra kom hvergi við sögu í frétt­um um helg­ina og fram á mánu­dag. Það var ekki fyrr en á þriðju­dag, sem hann steig fram og greindi frá því að hann myndi tryggja að svona lagað gerðist ekki aft­ur. Hann átti að tryggja að það gerðist ekki.

Hið op­in­bera gegn­ir ýms­um grund­vall­ar­skyld­um og þær verða bæði ríki og sveit­ar­fé­lög að rækja. Sjálfsagt er skemmti­legra að fást við framtíðar­stefnu­mót­un og gælu­verk­efni af ýmsu tagi, en grunnþjón­ust­an verður að ganga fyr­ir. Því það mun snjóa á Íslandi aft­ur,“ og þannig endar leiðarinn sem er best að eigna borgarstjóranum fyrrverandi, Davíð Oddssyni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: