- Advertisement -

Segir rannsókn Geirfinnsmálið ónýta – vill að málið verði rannsakað á ný

„Hver eig­in­lega leyfði þessa heim­sókn Gísla í Síðumúlafang­elsið? Ekki var það Karl Schutz, né nokk­ur úr rann­sókn­art­eym­inu.“

Valdimar Olsen, einn þeirra sem var hnepptur saklaus í gæsluvarðhald, við rannsókn Geirfinnsmálsins, skrifaði ágæta grein þar sem hann andmælir aðkomu Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðingur að rannsókn málsins. „Þannig eyðilagði Gísli rann­sókn­ina, án þess að spyrja kóng eða prest, og hann var ekki einu sinni í rann­sókn­ar­hópn­um,“ segir Valdimar í grein sinni.

„Hvað var Gísli eig­in­lega að hugsa, og nú ber hann sér á brjóst og fær mikla at­hygli blaðamanns Morg­un­blaðsins, sem skrif­ar eins og Gísli sé sá eini sem geti eitt­hvað,“ skrifar Valdimar Olsen.

Það er ekki síst heimsókn Gísla í Síðumúlafangelsið sem Valdimar gagnrýnir. Þar voru sakborningarnir í gæsluvarðhaldi. „Hver eig­in­lega leyfði þessa heim­sókn Gísla í Síðumúlafang­elsið? Ekki var það Karl Schutz, né nokk­ur úr rann­sókn­art­eym­inu. Það ber einnig að taka fram að Gísli var á þess­um tíma aðeins í námi, hann var ekki orðinn fullnuma eða út­skrifaður úr nám­inu. Það sem gerðist þarna var að með þessu rauf hann gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð sak­born­ing­anna, og þar með varð Gísli van­hæf­ur í öllu sem sneri að þess­ari rann­sókn. Þannig eyðilagði Gísli rann­sókn­ina, án þess að spyrja kóng eða prest, og hann var ekki einu sinni í rann­sókn­ar­hópn­um,“ skrifaði Valdimar.

Hér er annar kafli úr grein Valdimars. Ég spyr, er Gísli þessi vís­indamaður, sem all­ir virðast telja hann vera, eða fúsk­ari? Hvað gerði Gísli Guðjóns­son fyr­ir rann­sókn Geirfinns­máls­ins? Miðað við hvernig hann kemst að orði í þess­ari blaðagrein mætti halda að hann ætti heiður­inn af lausn Geirfinns­máls­ins. En það er ekki rétt, Geirfinns­málið er óleyst. Málið er í verri stöðu núna en það hef­ur verið und­an­far­in 40-50 ár. Sér­staki sak­sókn­ar­inn, Davíð Þór Björg­vins­son, skilaði engri niður­stöðu. Ég held að hann hafi ekki leng­ur nennt að halda mál­inu áfram eða að hann hafi talið að niðurstaðan sem hann kom með hafi verið þókn­an­leg Katrínu Jak­obs­dótt­ur.

Að mínu mati þarf að vinna þetta mál aft­ur. Ann­ars verður það til ei­lífðar óklárað og með enga niður­stöðu.“

-sme

Grein Valdimars birtist í Mogganum fyrr í vikunni.


Auglýsing