- Advertisement -

Segist styðja við öryrkja og aldrað fólk

Ég hef bent á að ríkisstjórnin og við Íslendingar eigum meiri fjármálalegar eignir en nokkurt annað Evrópuríki.

„Því er haldið fram að ríkisstjórnin hafi belgt út báknið. Þeir sem segja þetta eru yfirleitt þeir hinir sömu og taka upp hanskann fyrir þá sem minnst hafa milli handanna í samfélaginu, þurfa að treysta á bætur almannatrygginga, ellilífeyri almannatrygginga, örorkubætur. Þetta eru yfirleitt þeir hinir sömu og tala um að það þurfi að stórauka framlögin í heilbrigðiskerfið. Þetta eru þeir hinir sömu og vilja meira í vegi, meira í menntamál. Þegar menn koma með þetta inn í þingsal spyr ég bara: Hvar var það sem útgjöldin uxu þar sem þau hefðu ekki átt að vaxa? Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé gott og það sé æskilegt og það sé það sem við ætluðum alltaf að gera þegar við erum að kaupa t.d. tæknilegri, betri lyf til að bjarga fleiri mannslífum, þegar við styðjum betur við öryrkja, þegar við styðjum betur við aldrað fólk sem ekki hefur náð að nýta vinnuævina til að tryggja sér nægan lífeyri o.s.frv,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi.

„Hvar ætlar ríkisstjórnin að fá svigrúmið? Ég hef bent á að ríkisstjórnin og við Íslendingar eigum meiri fjármálalegar eignir en nokkurt annað Evrópuríki. Þar er einn augljós kostur að fara í óskuldsetta innviðafjárfestingu með því að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Það kann að taka tíma en menn verða að hafa einhverja stefnu til að einhvern tíma sé lagt af stað. Það er einn augljós kostur í mínum huga að taka til á efnahagsreikningi ríkisins, breyta eignum í fjármálafyrirtækjum í óskuldsetta, arðbæra innviðafjárfestingu. Það er eitt dæmi um breytingu sem við getum gert,“ sagði fjármálaráðherrann.

Til gamans og til fróðleiks er hér stutt ræða Bjarna Benediktssonar um ríkisfjármál.


Auglýsing